Nýjast á Local Suðurnes

Aníta og Dröfn í landsliðshópnum sem tekur þátt í milliriðli EM

Það þarf stundum að beita br-gðum til að stöðva Anítu þegar hún er komin á ferðina
Landsliðsþjálfari U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, Þórður Þórðarson, hefur valið hópinn sem tekur þátt í milliriðli EM 7.-12. júní. Suðnurnesjastúlkurnar Dröfn Einarsdóttir úr Grindavík og Aníta Daníelsdóttir úr Keflavík eru í hópnum að þessu sinni.
Leikið verður í Þýskalandi en Ísland er í riðli með heimakonum, Sviss og Póllandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þann 7. júní. Þann 9. júní leikur Ísland gegn Sviss og lokaleikurinn er gegn Pólverjum 12. júní.

Landsliðshópurinn
Kristín Dís Árnadóttir, Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Telma Ívarsdóttir, Breiðablik
Rannveig Bjarnadóttir, FH
Jasmín Erla Ingadóttir, Fylkir
Kristín Þóra Birgisdóttir, Fylkir
Thelma Lóa Hermannsdóttir, Fylkir
Dröfn Einarsdóttir, Grindavík
Margrét Eva Sigurðardóttir, HK/Víkingur
Ingibjörg Lúsía Ragnarsdóttir, ÍBV
Aníta Daníelsdóttir, Keflavík
Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR
Guðrún Gyða Haralz, KR
Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR
Mist Þormóðsdóttir Grönvold, KR
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Margrét Árnadóttir, Þór/KA