Nýjast á Local Suðurnes

Halda áfram með Látum okkur streyma

Hljómahöll og Rokksafn Íslands hafa boðið landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu undanfarnar vikur en fernum tónleikum hefur verið streymt á netinu auk þess sem þeir hafa verið sýndir í sjónvarpi og útvarpi.

Tónleikarnir eru enn aðgengilegir á Facebook-síðu Hljómahallar og í Sarpinum á ruv.is. Þá hélt Dr. Gunni tvo Popppunkta í gegnum streymi á Facebook þar sem fólk gat spreytt sig á spurningum um íslenska popp- og rokksögu.

Ákveðið hefur verið að halda áfram með tónleikaröðina Látum okkur streyma og verða tónleikar haldnir einu sinni í viku næstu þrjár vikurnar. Þeir tónlistarmenn sem koma fram eru Kælan miklaAuður og Mammút.

Tónleikadagskrá í beinni útsendingu á Facebook-síðu HljómahallarRÚV2Rás 2 og ruv.is 

Kælan mikla – 22. apríl kl. 20:00
Auður – 29. apríl kl. 20:00
Mammút – 6. maí – kl. 20:00

Allar nánari tímasetningar og dagskrá verður kynnt á Facebook-síðu Hljómahallar og Rokksafns Íslands.