Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup metið á átta milljarða

Verslun Nettó við Krossmóa

Samkaup, sem reka 60 verslanir um land allt, meðal annars undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland er metið á rúmlega 8 milljarða króna, eftir verðmat Birtu lífeyrissjóðs á  hlut sínum á fyrirtækinu.

Birta hækkaði verðmat sitt á hlutum í Samkaupum um 56% á milli ára. Verðmat á 15,2% hlut Birtu í Samkaupum hækkar þannig úr 791 milljón króna í 1,24 milljarða króna milli ára samkvæmt ársreikningi lífeyrissjóðsins. Miðað við það hækkar verðmat á Samkaupum í heild úr 5,2 milljörðum króna í 8,1 milljarð króna.

Samkaup hagnaðist um 336 milljónir króna á síðasta ári, miðað við 25,6 milljarða veltu og 258 milljóna hagnað árið 2017.