Nýjast á Local Suðurnes

Tveir Suðurnesjapíparar á topp 10

Lagnir og þjónusta ehf. var stærsta pípulagningarfélag Suðurnesja á síðasta ári, með rúmlega 700 milljóna króna veltu. OSN var það næst stærsta, með rétt tæplega 370 milljóna króna veltu.

Velta Lagna og Þjónustu jókst rétt um 60 milljónir króna á milli ára, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á stærstu pípulagnafyrirtækjum landsins, en samkvæmt listanum er Lagnir og þjónusta fimmta veltumesta pípulagningafyrirtæki landsins á meðan OSN vermir 10. sætið.

Mynd: Skjáskot VB.is

Fyrirtækið, sem hefur höfuðstöðvar í Suðurnesjabæ, hefur skilað hagnaði upp á um 150 – 170 milljónir króna á ári frá árinu 2019.

Mynd: Heimasíða Lagna og Þjónustu ehf.