Nýjast á Local Suðurnes

Fríir Smassborgarar á línuna skori Njarðvík 100 stig

Njarðvíkingar taka á móti Val í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld, en báðum liðum er spáð góðu gengi í deildinni í ár og því um mikilvægan leik að ræða.

Hamborgarakeðjan Smass býður upp á hörku skemmtun á leiknum hvar heppnir áhorfendur geta unnið hambogaraveislu, með smá heppni. Smassarar ganga svo enn lengra og bjóða öllum miðahöfum upp á ókeypis ostborgara daginn eftir leik, skori Njarðvík 100 stig eða meira, en það hafa Njarðvíkingar gert í leikjum sínum í deildinni hingað til.