Nýjast á Local Suðurnes

Banna drónaflug og akstur um Hafnargötu á Ljósanótt

Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa haldið fundi um öryggismál vegna hátíðarinnar.

Það er mat lögreglustjóra að allur akstur bifreiða innan um stóran hóp fótgangandi vegfarenda sé mjög varhugaverður og kunni að stofna gangandi fólki í umtalsverða hættu. Því er akstur bifreiða stórra sem smárra um Hafnargötu í Reykjanesbæ alfarið bannaður meðan á hátíðinni stendur.

Þá ítrekar lögreglar að leyfislaust flug dróna á og yfir hátíðarsvæðinu er algerlega bannað.