Nýjast á Local Suðurnes

Fjárbinding Festu lífeyrissjóðs í United Silicon er um 900 milljónir króna

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Fjárbinding Festu lífeyrissjóðs í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er samtals 875 milljónir króna, þar af er hlutafé upp á 251 milljón króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Suðurnes.net um fjárfestingar sjóðsins í verksmiðjunni.

Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn og Eft­ir­launa­sjóður fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (EFÍA) hafa fjár­fest fyr­ir sam­tals 2,2 millj­arða króna í United Silicon.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um fjárfestingar lífeyrissjóða í verksmiðjunni kemur fram að Festa hafi fjárfest snemma í verkefninu, en sjóðurinn var sjötti stærsti hluthafinn í Sameinuðu Siliconi, rekstraraðila kísilmálmerksmiðju United Silicon, fyrir hlutafjáaukningu sem fram fór í apríl, þá átti sjóðurinn um 3,6 prósenta hlut í verksmiðjunni. Festa tók þátt í hlutafjáraukningunni í apríl og var það gert til að reyna að verja fyrri fjárfestingu í verkefninu að sögn Baldurs Snorrasonar sjóðstjóra Festu líf­eyr­is­sjóðs. Ekki fást upplýsingar um hvernig eignarhaldi verksmiðjunnar er háttað eftir hlutafjáraukninguna.