Nýjast á Local Suðurnes

Magnaður þristur Loga – Myndband!

Mynd: FIBA

Logi Gunn­ars­son, leikmaður Njarðvíkur og landsliðsmaður í körfu­bolta, átti frá­bæra þriggja stiga körfu gegn Tyrklandi á EM í kvöld þegar 2,4 sek­únd­ur var eft­ir af leikn­um og staðan 91:88 Tyrkj­um í vil en þessi þristur kom ís­lenska liðinu í fram­leng­ingu.

Íslenska liðið tapaði leiknum en frammistaða liðsins var engu að síður mögnuð og unaður að horfa á strákana leika gegn sterku liði Tyrkja. Myndband af þriggja stiga körfu Loga á lokasekúndunum má sjá hér fyrir neðan og það er óhætt að mæla með að menn horfi á þetta aftur og aftur.