Nýjast á Local Suðurnes

Reykja­nes­bær er fjórða fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins

Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 86 frá 1. des­em­ber 2018 til 1. febrúar og þar með varð Reykjanesbær fjórða stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins.

Íbúa­fjöldi í Reykja­nes­bæ er nú 18.968, en Þjóðskrá birti nýjustu íbúatölur í morgun. Fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins er Reykja­vík með 129.119 íbúa sam­kvæmt nýj­ustu töl­um Þjóðskrár. Næst á eft­ir er Kópa­vog­ur með 37.052 íbúa og Hafn­ar­fjörður þriðja stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins með 29.814 íbúa.