Nýjast á Local Suðurnes

Holtaskóli vann Skólahreysti – Stóru-Vogaskóli í þriðja sæti

Holta­skóli sig­r­aði í Skóla­hreysti 2016, annað árið í röð. Stóru-Vogaskóli lenti í þriðja sæti. Þetta er í fimmta sinn á síðustu sex árum sem Holtaskóli ber sigur úr býtum í keppninni.

Úrslit keppn­inn­ar voru sýnd í beinni út­send­ingu á RÚV í kvöld. Holta­skóli fékk 63,5 stig í keppn­inni og 250 þúsund krón­ur í verðlauna­fé frá Lands­bank­an­um.

Í öðru sæti lenti Síðuskóli frá Ak­ur­eyri með 55 stig og því þriðja varð Stóru-Voga­skóli frá Vog­um með 49,5 stig.