Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fá öflugan miðherja og Bonneau allur að koma til – Sjáðu myndböndin!

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Corbin Jackson, 24 ára gamlan miðherja frá háskólaliðinu, Florida Tech í USA. Jackson kemur beint úr skólaboltanum og er rúmir 2 metrar á hæð og rúm 100 kg. að þyngd.

Jackson lék í sömu deild og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og hefur verið valinn varnamaður deildarinnar 3 ár í röð.

Þá er Stefan Bonneau allur að koma til, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og verður klár í slaginn í upphafi tímabils.