Nýjast á Local Suðurnes

Brunavarnarmenn komnir á Facebook – Myndband!

“Loksins er komin síða af þessu tagi hjá okkur Brunavarnarmönnum. Það hefur verið í í bígerð um þó nokkurt skeið og nú ætlum við að láta verða af því.” Segir á nýrri Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja, sem var sett í gang á dögunum.

Meðfylgjandi myndband var á meðal þess fyrsta sem þeir Brunavarnarmenn skelltu á þessa nýju síðu, en um er að ræða afar áhugavert kynningarmyndband sem einn af liðsmönnum þeirra gerði.