Nýjast á Local Suðurnes

Vopnaleit tók um fimm klukkustundir – Isavia þakkar þjónustuaðilum á flugvellinum

Um fjórar klukkustunir tók að framkvæma vopnaleit á tæplega þrjú þúsund farþegum, sem voru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hún var rýmd í gær. Flugstöðin var rýmd eftir að mistök áttu sér stað við komu flugvélar frá Grænlandi, en farþegar sem voru um borð í þeirri vél voru sendir inn í flugstöðina án öryggisleitar, en skylt er að framkvæma slíka leit á farþegum sem koma frá Grænlandi þar sem flugvöllurinn þar stenst ekki alþjóðlegar kröfur um öryggisleit.

Flugstöðin var rýmd um klukkan 15 og stóð öryggisleitin yfir til um klukkan 20.

“Isavia vill þakka farþegum fyrir að sýnda biðlund og vonum við að þetta hafi ekki haft mikil áhrif á ferðalög þeirra. Við viljum líka þakka starfsfólki allra þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli fyrir að bregðast hratt og örugglega við þessum aðstæðum sem sköpuðust þegar rýma þurfti brottfararsvæðið. ” Segir í tilkynningu frá Isavia.

Nánari upplýsingar um rýminguna er að finna hér: https://www.isavia.is/frettir/flugstodin-rymd—engin-haetta-a-ferdum/611