Nýjast á Local Suðurnes

Evrópumót í glímu og öldungamót blaki haldin í Reykjanesbæ

Glímusamband Íslands mun halda Evrópumótið í keltneskum fangbrögðum dagana 25.-27. apríl. Mótið verður haldið í Reykjanesbæ að þessu sinni. Þá mun Blakdeild Keflavíkur sjá um að 44. öldungamótið í blaki fari vel fram dagana 25.-28. apríl.

Keppt verður í glímu þann 25. apríl á Evrópumótinu og svo í backhold og gouren dagana 26.-27. apríl. Evrópumótið var síðast haldið hér á landi árið 2013 og þá mættu um 100 erlendir keppendur til leiks. Þetta er í fyrsta sinn sem öldungamót í blaki er haldið í Reykjanesbæ, en markmið Blaksambandsins er að halda mótið sem víðast um landið og kynna þannig íþróttina.

Búist er við töluverðum fjölda gesta til Reykjanesbæjar síðustu helgina í apríl í tengslum við mótin tvö.