Nýjast á Local Suðurnes

Blóðbankabíllinn verður í Reykjanesbæ þann 16. febrúar

Blóðbankabíllinn verður á ferðinni í Reykjanesbæ þann 16. febrúar næstkomandi, bíllinn verður að vanda staðsettur við veitingastað KFC við Krossmóa. Blóðbankinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir heilbrigðisþjónustu hér á landi en Blóðbankaþjónustunni er ætlað að tryggja nægilegt magn blóðhluta á hverjum tíma og uppfylla kröfur um öryggi þeirra.

Blóðbankabíllinn var gefinn af Rauðakrossinum árið 2002 og er farið í um 100 blóðsöfnunarferðir á ári á bílnum, á undanförnum árum hafa um 2000 manns gefið blóð á ári í Bóðbankabílnum, en stefnt er að því að þeir verði um 5.000 á ári á næstu árum.