Nýjast á Local Suðurnes

Hvetja íbúa til þess að taka þátt í könnun um sameiningu sveitarfélaga

Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær vinna nú saman að greiningu á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna.   Gert er ráð fyrir að vinnunni verði lokið í maí og að í framhaldi af því verði tekin afstaða til þess hvort íbúar munu kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.

Mikilvægt er að fá fram sjónarmið íbúa Sandgerðis og Garðs til sameiningar og ábendingar um ýmislegt sem málið varðar og íbúum  finnst skipta máli, segir í tilkynningu frá sveitarfélögunum.

Íbúar eru hvattir til þess að taka þátt í könnun og að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri.  Hér er hlekkur sem þú smellir á til þess að taka þátt í könnuninni.

Ráðgjafarfyrirtækið KPMG heldur utan um verkefnið.  Á engan hátt er mögulegt að rekja þátttöku í þessari könnun til þeirra einstaklinga sem taka þátt í henni.

Bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðisbæjar hvetja íbúa sveitarfélaganna til þátttöku og að koma þannig sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Æskilegt er að íbúar sveitarfélaganna taki sem virkastan þátt í þessu verkefni.

Í febrúar verður boðað til sérstakra íbúafunda og eru íbúar hvattir til að mæta.  Nánari upplýsingar um íbúafundina verða sendar út síðar.

Þátttaka í könnuninni er opin öllum íbúum á heimasíðum sveitarfélaganna og stendur könnunin yfir frá 25. janúar til 1. febrúar 2017.