Nýjast á Local Suðurnes

Vogar semja við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu útsendingabúnaðar netmerkis

Bæjarráð Voga hefur samþykkt að gera samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu útsendingabúnaðar netmerkis fyrir dreifbýli sveitarfélagsins. Stofnframlag sveitarfélagsins vegna verkefnisins er 2,5 milljónir króna.

Gagnaveita Suðurlands sérhæfir sig í því að veita notendum sínum hágæða internetþjónustu í dreifbýli og hefur verið starfandi á þeim markaði í á þriðja áratug.