Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn á meðal ríkustu manna Bretlands

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru á nýjum lista yfir ríkustu menn Bretlands, samkvæmt lista The Sunday Times sem birtur var í síðasta mánuði. Bræðurnir verma 885. sæti listans. Það er Kjarninn sem greinir frá.

Í umfjöllun Kjarnans er farið yfir viðskiptasögu bræðrana, en Ágúst og Lýður Guðmundssynir voru þungavigtarleikmenn í íslensku viðskiptalífi á bóluárunum fyrir hrun. Matvælafyrirtækið Bakkavör stofnuðu þeir Lýður og Ágúst á Suðurnesjunum á níunda áratugnum.