Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar þreyttir á lausagöngu katta – Eiganda ber að greiða tjón sem kettir valda

Íbúar á Ásbrú virðast margir hverjir vera komnir með nóg af lausagöngu katta á svæðinu, að minnsta kosti ef marka má umræður í hópi sem ætaður er íbúum hverfisins virðist vera töluvert um að kettir laumist inn um opna glugga og geri þarfir sínar inni í íbúðum fólks.

Í umræðunum virðast flestir vera orðnir þreyttir á ástandinu, en samkvæmt samþykkt um kattahald á Suðurnesjum sem birt er á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er kattahaldi á svæðinu takmörkunum háð. Þannig skal eigandi katta til að mynda  gæta þess að köttur hans valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Leyfishafa ber að greiða það tjón sem köttur hans veldur, svo og allan kostnað við að fjarlægja dýrið gerist þess þörf. Þá er leyfishöfum skylt að tryggja dýrin og skal tryggingin ná til þess tjóns sem þau kunna að valda.