Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla leitar bifreiðar með gömlu Ö númeri

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar mál þar sem hvítri Toyota bifreið með gömlu Ö númeri var ekið á bifreið á bifreiðastæðum við Bónus á Fitjum í Reykjanesbæ.

Lögreglan hvetur eiganda þessarar bifreiðar að gefa sig fram og jafnframt ef einhverjir hafa einhverjar upplýsingar um bifreiðina að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444 2200.