Nýjast á Local Suðurnes

Leita leiða til að fjölga dagforeldrum

Farið var yfir stöðu mála varðandi dagvistun barna á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar og mættu þau Jóhann Sævarsson rekstrarfulltrúi og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúa á fundinn og kynntu, ásamt Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðslusviðs, greiningu á fjölda barna sem eru hvorki á leikskóla né hjá dagforeldri.

Eftir umræðu um málið var sviðsstjóra fræðslusviðs falið að vinna að leiðum til að styðja við dagforeldra og stuðla að fjölgun þeirra.