Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á Landspítala eftir reiðhjólaslys

Karlmaður rotaðist þegar hann féll af reiðhjóli sínu á Krísuvíkurvegi um helgina. Hann hjólaði á grjót með þeim afleiðingum að hann skall í malbikið. Hann hlaut meðal annars meiðsl í andliti og var fluttur á Landspítala til aðhlynningar.

Þá varð ung stúlka fyrir því óhappi, í síðustu viku, að hjóla á vegg skólahúss í Vogum og handleggsbrotna. Hafði stúlkan verið að hjóla niður brekku en ekki náð að stöðva hjólið í tæka tíð með fyrrgreindum afleiðingum. Hún var flutt á spítala þar sem myndatökur leiddu í ljós að hún hafði brotnað á báðum handleggjum við höggið.

Þá meiddist ökumaður þegar bifreið hans fór utan í vegrið á Reykjanesbraut og endaði utan vegar. Hann fann til verkja og var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.