Nýjast á Local Suðurnes

Erlendir aðdáendur norðurljósa ollu árekstri á Grindavíkurvegi

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Photo © Haraldur H. Hjalmarsson 2013.

Umferðaróhapp varð á Grindavíkurvegi við Seltjörn í gærkvöld þegar tveir erlendir ferðamenn voru þar á ferðinni til að skoða norðurljósin. Ökumaðurinn ákvað að breyta um akstursstefnu og tók u – beygju á veginum. Ökumaður bifreiðar sem ekið var í sömu átt sá fyrrnefndu bifreiðina ekki fyrr en of seint og hafnaði bifreið hans í hlið hinnar. Mikil þoka og myrkur voru á vettvangi þegar óhappið varð. Flytja þurfti ökumann annarrar bifreiðarinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en ferðamennirnir erlendu sluppu ómeiddir.

Þá var bifreið ekið á skilti á Sandgerðisvegi. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið en engin slys urðu á fólki.