Nýjast á Local Suðurnes

Logi og Elvar Már í lokahópnum fyrir EuroBasket

Lokahópur karlalandsliðsins í körfuknatt­leik er orðinn ljós. Tólf leik­menn skipa loka­hópinn, sem tekur þátt í EuroBasket í Helsinki.

Njarðvíkingarnir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson eru í hópnum ásamt Herði Axel Vilhjálmssyni, sem nýlega hélt í atvinnumennsku eftir að hafa leikið með Kefavík. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson datt úr hópnum í lokaniðurskurðinum.

Ísland er í riðli með Finn­um, Frökk­um, Grikkj­um, Pól­verj­um og Slóven­um og mæt­ir heima­mönn­um í fyrsta leik í Hels­inki á fimmtu­dag­inn kem­ur, 31. ág­úst.

Loka­hóp­ur­inn:

Mart­in Her­manns­son – Chalon-Reims – 51 lands­leik­ur
Ægir Þór Stein­ars­son – Tau Ca­stello – 48 lands­leik­ir
Kristó­fer Acox – KR – 25 lands­leik­ir
Hlyn­ur Bær­ings­son – Stjarn­an – 111 lands­leik­ir
Jón Arn­ór Stef­áns­son – KR – 91 lands­leik­ur
Elv­ar Már Friðriks­son – Barry há­skól­inn í BNA – 27 lands­leik­ir
Hörður Axel Vil­hjálms­son – Ast­ana – 65 lands­leik­ir
Logi Gunn­ars­son – Njarðvík – 138 lands­leik­ir
Pavel Ermol­in­skij – KR – 62 lands­leik­ir
Hauk­ur Helgi Páls­son – Cholet – 56 lands­leik­ir
Tryggvi Snær Hlina­son – Valencia – 19 lands­leik­ir
Brynj­ar Þór Björns­son – KR – 62 lands­leik­ir