Logi og Elvar Már í lokahópnum fyrir EuroBasket
Lokahópur karlalandsliðsins í körfuknattleik er orðinn ljós. Tólf leikmenn skipa lokahópinn, sem tekur þátt í EuroBasket í Helsinki.
Njarðvíkingarnir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson eru í hópnum ásamt Herði Axel Vilhjálmssyni, sem nýlega hélt í atvinnumennsku eftir að hafa leikið með Kefavík. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson datt úr hópnum í lokaniðurskurðinum.
Ísland er í riðli með Finnum, Frökkum, Grikkjum, Pólverjum og Slóvenum og mætir heimamönnum í fyrsta leik í Helsinki á fimmtudaginn kemur, 31. ágúst.
Lokahópurinn:
Martin Hermannsson – Chalon-Reims – 51 landsleikur
Ægir Þór Steinarsson – Tau Castello – 48 landsleikir
Kristófer Acox – KR – 25 landsleikir
Hlynur Bæringsson – Stjarnan – 111 landsleikir
Jón Arnór Stefánsson – KR – 91 landsleikur
Elvar Már Friðriksson – Barry háskólinn í BNA – 27 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson – Astana – 65 landsleikir
Logi Gunnarsson – Njarðvík – 138 landsleikir
Pavel Ermolinskij – KR – 62 landsleikir
Haukur Helgi Pálsson – Cholet – 56 landsleikir
Tryggvi Snær Hlinason – Valencia – 19 landsleikir
Brynjar Þór Björnsson – KR – 62 landsleikir