Nýjast á Local Suðurnes

Spólaði í hringtorgi og endaði á ljósastaur og umferðarskilti

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Töluvert hefur verið kvartað undan glæfraakstri ökumanna að undanförnu í lokuðum hópi íbúa á Ásbrú á Facebook, en þar virðast ökumenn nýta stór bílastæði til þess að æfa sig í að spóla eða drifta, eins og það er kallað á máili fagmanna í bransanum.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum slíkum ökumanni um helgina, en sá nýtti sér þó ekki stórt bílaplan undir háttsemina, heldur var grunaður um að hafa verið að spóla í hringtorgi í umdæminu. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni þegar hjólbarðarnir að aftan affelguðust með þeím afleiðingum að hún hafnaði utan vegar á ljósastaur og gangbrautarskilti.