Nýjast á Local Suðurnes

Gamalt og gott: Grindavík á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli Mars

Örnefna­nefnd Alþjóðasam­bands stjarn­fræðinga samþykkti í síðustu viku að gíg­ur á suður­hveli Mars fengi nafnið Flat­eyri. Frá þessu var greint á Face­book-síðu Stjörnu­fræðivefjar­ins á dögunum. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bæjum á jörðinni sem hafa færri en 100.000 íbúa. Á rauðu reikistjörnunni eru nokkrir gígar sem bera íslensk bæjarnöfn og eiga Suðurnesin eitt nafn, Grindavík.

Grindavík (25,4° N, 39,1° W) er 12 km breiður gígur á Chryse-sléttunni, á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli Mars, segir á Vísindavefnum. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafnið þann 14. september 2006.

grindavik crater mars