sudurnes.net
Gamalt og gott: Grindavík á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli Mars - Local Sudurnes
Örnefna­nefnd Alþjóðasam­bands stjarn­fræðinga samþykkti í síðustu viku að gíg­ur á suður­hveli Mars fengi nafnið Flat­eyri. Frá þessu var greint á Face­book-síðu Stjörnu­fræðivefjar­ins á dögunum. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bæjum á jörðinni sem hafa færri en 100.000 íbúa. Á rauðu reikistjörnunni eru nokkrir gígar sem bera íslensk bæjarnöfn og eiga Suðurnesin eitt nafn, Grindavík. Grindavík (25,4° N, 39,1° W) er 12 km breiður gígur á Chryse-sléttunni, á Oxia Palus-ferningnum á norðurhveli Mars, segir á Vísindavefnum. Gígurinn fannst á myndum sem Viking-geimförin tóku af yfirborði Mars. Nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga samþykkti nafnið þann 14. september 2006. Meira frá SuðurnesjumDagforeldrar fengu viðurkenningu á Degi um málefni fjölskyldunnarStöðva heimsóknir til íbúa HrafnistuheimilannaUnnið að listfræðilegri skráningu verka í eigu ReykjanesbæjarKynna Suðurnesjamódelið á fundi Sameinuðu þjóðannaÁsmundur sýnir myndlist á Menningarviku í GrindavíkÓska eftir skriflegum rökstuðningi eftir að umsóknum Airport City um lóðir var hafnaðStrandarhlaup Þróttar þann 13. ágúst – Glæsileg verðlaun í boðiTekinn á 134 km/h á ReykjnesbrautÞessi maður bað um aðstoð á veraldarvefnum – Hann hefði betur sleppt því!Dregur verulega úr skjálftavirkni við Grindavík