Nýjast á Local Suðurnes

Kínverskt flugfélag hefur hafið miðasölu

Kínverska flugfélagið Juneyao hefur hafið sölu á flugferðum frá Sjanghæ til Keflavíkurflugvallar með millilendingu í Helsinki í Finnlandi sem hefjast í vor. Greint var frá áformum flugfélagsins nýverið. Nú er sala á miðum hafin.

Þetta er í fyrsta sinn sem kínverskt flugfélag býður upp á og flýgur farþegum frá flugvelli í Kína til Keflavíkurflugvallar. Flogið verður tvisvar í viku. Fram kemur í Fréttablaðinu að áform félagsins geri ráð fyrir að flogið verði allt árið og að um 20 þúsund farþegar verði fluttir til landsins á næsta ári.

Juneyao Air er eitt af stærstu flugfélögunum í einkaeigu á meginlandi Kína. Félagið var stofnað í september 2006 og á nú 74 flugvélar, annars vegar Airbus A320 þotur og hins vegar Boeing 787-9 Dreamliner breiðþotur. Juneyao Air þjónustar fleiri en 160 flugleiðir.