Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur Leo Norðurlandameistari

Guðmundur Leo Rafnsson náði frábærum árangri á Norðurlandameistaramótinu í Tartu í Eistlandi um helgina. Guðmundur gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í 200 metra baksundi í unglingaflokki á föstudeginum og á sunnudeginum þá bætti hann silfurverðlaunum í safnið þegar hann hafnaði í öðru sæti í 100m baksundi.

Eva Margrét Falsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu en hún var í kvennasveit Íslands sem vann til bronsverðlauna í 4 x 100m skriðsundi.
ÍRB átti fjóra fulltrúa í landsliði SSÍ og stóðu þau sig með stakri prýði og náðu öll að synda til úrslita á mótinu.

Fannar Snævar Hauksson
100m flugsund úrslit 6. sæti
50m baksund úrslit 8. sæti

Guðmundur Leo Rafnsson
200m baksund úrslit 1. sæti og Norðurlandameistari
100m skriðsund úrslit 4. sæti
100m baksund úrslit 2. sæti.

Eva Margrét Falsdóttir:
200m bringusund úrslit 5. sæti
400m fjórsund úrslit 4. sæti
200m fjórsund úrslit 4. sæti

Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir:
200m fjórsund úrslit 5. sæti.