Nýjast á Local Suðurnes

Meistaramót GS hefst á morgun – Hólmsvöllur lokaður fyrir almennri umferð

Hólmsvelli í Leiru verður lokað fyrir allri almennri umferð frá og með miðvikudeginum 6. júní, en þá hefst Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja á vellinum. Opnað verður aftur fyrir rástímaskráningar kl. 16.00 á laugardag.

Veðurspáin er fín fyrir Meistaramótið og er hægt að skrá sig til leiks á golf.is fyrir fyrsta dag en í skála fyrir annan dag, á þriðja og fjórða degi er svo ræst út eftir stöðu í flokkum, segir í tilkynnigngu á vef GS.

Sú nýbreytni verður tekinn upp í Meistaramóti GS að boðið verður uppá opna flokka. Í opnu flokkunum er leikin punktakeppni (full forgjöf) og geta keppendur valið sér teiga til að leika af (karlar af gulum, bláum eða rauðum og konur af rauðum eða bláum teigum).