Nýjast á Local Suðurnes

Crew semur við Fly over Iceland um áætlunarakstur fyrir gesti sýningarinnar

Hópferðafyrirtækið Crew ehf. og rekstraraðili sýningarinnar Fly over Iceland gerðu á dögunum samkomulag um áætlunarferðir fyrir gesti síðarnefnda fyrirtækisins. Crew mun þannig aka gestum sýningarinnar á klukkustundarfresti frá klukkan 11 á morgnana til klukkan 17 síðdegis alla daga frá fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu að sýningarsvæðinu á Granda.

Crew var stofnað árið 2012 og sérhæfir í að þjónusta fyrirtæki með akstur – og er þjónustan sérsniðin að óskum viðskiptavina fyrirtækisins. Auk þess býður fyrirtækið upp á ferðir fyrir hópa, allt að 20 manns.

Fly over Iceland er nýjasta undrið í íslenskri ferðaþjónustu hvar gestir sitja í sæti fyrir framan 20 metra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og horfir á myndind sem fer með þig í æsispennandi ferðalag um Ísland. Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þessa upplifun ógleymanlega.