Helstu áherslur í Reykjanesbæ næsta árið – Nýr leikskóli og ný heilsugæslustöð

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2023 til og með 2026 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 6. desember síðastliðinn. Í áætluninni eru helstu áherslur og verkefni næsta árs tilgreind, en það má sjá hér fyrir neðan.
Helstu áherslur og verkefni í Reykjanesbæ á árinu 2023:
- Hvatagreiðslur fyrir 4-5 ára börn verður í fyrsta sinn í boði á árinu 2023
- Nýr leikskóli byggður í Dalshverfi III og áætlað að taka á móti 50-60 börnum um haustið 2023
- Framkvæmdir við 6 deilda leikskóla í Hlíðarhverfi hefjast að hálfu verktaka sem mun skila byggingunni til Reykjanesbæjar
- Klára byggingu íþróttamiðstöðvar við Stapaskóla með viðurkenndum keppnisvelli fyrir íþróttir innanhúss ásamt sundlaug
- Áframhaldandi vinna við að koma Myllubakkaskóla í starfhæft ástand sem mun taka nokkur ár
- Nýr vaktturn í Sundmiðstöðinni til að auka öryggi sundlaugagesta
- Unnið að viðgerðum á húsnæði sem ekki er í notkun vegna t.a.m. rakaskemmda.
- Unnið verður að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í samvinnu við ríkið
- Unnið verður að innleiðingu stafrænna lausna í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaganna og hjá Reykjanesbæ
- Vinna við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í samvinnu við ríkið heldur áfram
- Lokið við mótun markaðsstefnu
- Sjálfbærnifulltrúi mun fylgja eftir og innleiða umhverfis- og loftlagsstefnu
- Gæðastjóri mun halda áfram með innleiðingu og fræðslu á barnvænu sveitarfélagi í samstarfi við UNICEF
- Áfram verður unnið að heilsustígagerð og stígar kláraðir á Ásbrú
- Fjármunir settir í uppbyggingu skólalóða
- Lyfta sett í 88 húsið til að auka nýtingu hússins
- Aukinn kraftur í gróðursetningu trjáa og skógrækt sem liður í kolefnisjöfnun
- Haldið verður áfram með uppbyggingu rafhleðslustöðva fyrir almenning til að styðja við orkuskipti í samgöngum