Nýjast á Local Suðurnes

Hundur beit innbrotsþjóf

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innbrot á heimili í umdæminu, en íbúi á Suðurnesjum vaknaði upp við það í fyrrinótt að óboðinn gestur var kominn hálfur inn um svefnherbergisgluggann hjá viðkomandi.

Heimilishundur húsráðandans ákvað að taka á móti „gestinum“ með sínum hætti, náði taki á honum og beit hann í hendurnar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi látið sig hverfa í snatri út í myrkrið eftir að hann hafði náð að losa sig frá hundinum.