Nýjast á Local Suðurnes

Innbrotsþjófar handteknir á hlaupum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók tvo inn­brotsþjófa á hlaup­um í nótt en menn­irn­ir höfðu reynt að brjót­ast inn í mann­lausa íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­nes­bæ. Árvök­ull íbúi í hús­inu varð mann­anna var og lét lög­reglu vita sem náði þeim á flótta. Þeir gista nú fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Að öðru leyti var nótt­in frem­ur ró­leg á Suður­nesj­um en mik­il hálka er víða og öku­menn beðnir um að aka var­lega.