Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp í fjölbýli

Rètt fyrir kl 02 í nótt kom tilkynning frá neyðarlínu um eld í fjölbýli á annari hæð í Reykjanesbæ.

Í upphafi var ekki vitað hvort maður væri innandyra og voru reykkafarar voru sendir inn í leit til að útiloka það. Mikill reykur og hiti var innandyra en slökkvistarf gekk vel.
Miklar skemmdir eru á íbúðinni eftir eld og reyk. Eldsupptök eru óljós en lögregla fer með rannsókn málsins.

Einn dælubíll og körfubíll voru sendir á vettvang.

Mynd: Brunavarnir Suðurnesja