Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á skyndihjálparnámskeið sem miðar að ungabörnum

Fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 11.00 verður Foreldramorgunn í Bókasafni Reykjanesbæjar, en að þessu sinni verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins, sem miðar að fyrstu hjálp sem snýr að ungabörnum.

Námskeiðið miðar að ummönnun ungra barna og hvernig skal bregðast við ef slys ber að höndum. Þá er rétt að minna á afslátt, sem veittur er á Ráðhúskaffi, í tengslum við Foreldaramorgna, eða 15% af hádegismatseðli.