Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi og Ingvar fara á EM í Frakklandi

Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson munu verða fulltrúar Suðurnesja í landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppir í lokakeppni EM í Frakklandi í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í hádeginu.

Báðir hafa þeir tekið þátt í æfingaleikjum landsliðsins að undanförnu og staðið sig vel, Arnór Ingvi hefur til að mynda skorað þrjú mörk í síðustu sex landsleikjum.