Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar hélt hreinu og Sandefjord á toppi norsku B-deildarinnar

Njarðvíkingurinn Ingvar Jóns­son, markvörður Sand­efjord, hélt marki liðsins hreinu þegar liðið vann Raufoss 2-0 á úti­velli, í norsku B-deildinni í knattspyrnu um helgina. Ingvar, sem hefur leikið 8 af 9 fyrstu leikjum liðsins virðist vera í fanta formi um þessar mundir, og hefur staðið sig með sóma á milli stangana hjá Sandefjord það sem af er tímabilinu.

Sand­efjord er á toppn­um í deildinni eft­ir 9 um­ferðir með 22 stig, tveimur stigum fyrir ofan Kristiansund sem er með 20.

Ingvar er sem kunnugt er í landsliðshópi Íslands sem tekur þátt í lokakeppni EM í Frakklandi í sumar. Liðið leikur síðasta vináttuleikinn fyrir lokakeppnina gegn liði Liechtenstein á Laugardalsvellinum 6. júní.