Forseti Íslands tekur þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna í Reykjanesbæ

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða í Reykjaneshöllinni 27. nóvember kl. 14.00 – 16.00 Kyndilhlaup lögreglu hefst kl. 13.30 frá lögreglustöðinni. Forseti Íslands mun taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna, auk þess að setja mótið, ásamt keppanda.
Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusamband Ísland standa að árlegum Íslandsleikum í knattspyrnu, sunnudaginn 27. nóvember 2016 kl. 14. 00 – 16.00 í Reykjaneshöllinni. Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum en markmið Special Olympics samtakanna er að skipuleggja keppni sem gefur öllum jöfn tækifæri.
Kyndillinn verður, eins og áður segir, tendraður hjá lögreglustöðinni á Hringbraut 130, Keflavík, kl. 13:30.
Þaðan verður skokkað norður Hringbraut, beygt til austurs inn á Vatnsnesveg og skokkað uppá Hafnargötu, þar verður beygt suður Hafnargötu og áfram að Hringtorgi Hafnargötu/Þjóðbrautar/Njarðarbraut (Reykjavíkurtorg) og beygt vestur Þjóðbraut. Á Þjóðbraut verður stoppað við húsnæði Brunavarna Suðurnesja (slökkvistöðin) og slökkt á kyndlinum meðan bætt er á hann meiri olíu. Síðan verður skokkað áfram Þjóðbraut og í gegnum hringtorgið Lundúnartorg, Hringbraut/Þjóðbraut/Frekjan, áfram vestur Þjóðbraut og að hringtorginu Parísartorg, Þjóðbraut/Sunnubraut, farið réttsælis í gegnum hringtorgið og að íþróttahúsinu.