Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitin Þorbjörn býður í tertuveislu!

Þriðjudaginn 29. desember mun Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík bjóða upp á létta sölusýningu þar sem skotið verður upp tertum af ýmsum stærðum og gerðum sem sveitin býður upp á þetta árið, segir í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Þorbirni.

Sýningin fer fram við húsnæði sveitarinnar að Seljabót 10 í Grindavík klukkan 20:00 og eru ungir sem aldnir hvattir til þess að koma og kíkja á glæsilega sýningu.

Öll börn sem kíkja við fá stjörnuljós og allir sem kaupa Bardagatertu eftir sýningu fá rakettu að verðmæti 5000 kr,- í kaupbæti.