Nýjast á Local Suðurnes

Íris Rós og Fríða Rögnvalds sýna í Kvikunni

Föstudaginn 27. nóvember munu þær stöllur Íris Rós Söring og Fríða Rögnvaldsdóttir opna keramik- og myndlistarsýningu á efri hæðinni í Kvikunni í Grindavík. Þann dag verður Fjörugur föstudagur og Kvikan opin. Jafnframt verður Kvikan opin um næstu helgi þar sem hægt verður að sjá þessa frábæru sýningu.

Íris Rós Söring sýnir keramik skúlptúra og Fríða Rögnvaldsdóttir sýnir myndlist með steypu á striga ásamt olíuverkum.

Sýningartímar:

  • Föstudaginn 27. nóv frá 17-20
  • Laugardagin 28. nóv frá 14-18
  • Sunnudaginn 29. nóv frá 13-16

Nánari upplýsingar um þær stöllur má finna með því að smella á tenglana hér fyrir neðan:

http://irisros.is/

www.facebook.com/frida.rognvalds

www.facebook.com/Íris-rós-Söring-Ceramics