Nýjast á Local Suðurnes

Fengu gull heiðursmerki eftir áratuga starf

Þórður Magni Kjartansson og Bjarney S. Snævarsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs inn í aðalstjórn Íþróttabandalags Keflavíkur, en þau hafa hvort um sig setið í stjórn í rúm tuttugu ár.

Þórður Magni hefur staðið vaktina í tuttugu og fjögur ár í aðalstjórn og þar af tuttugu og tvö ár sem gjaldkeri. Bjarney hefur verið tuttugu og tvö ár í aðalstjórn þar af sem ritari í sex ár einnig sat Bjarney í fjögur ár í sunddeild Keflavíkur.

Í lok fundar voru þau Þórður Magni og Bjarney heiðruð með gull-heiðursmerki Keflavíkur og þeim þakkað fyrir þeirra framlag til íþróttanna í Keflavík.