Nýjast á Local Suðurnes

Hættu eftir rúma tvo áratugi í stjórn Keflavíkur

Aðalfundur Keflavíkur var haldinn á dögunum og við það tækifæri voru tvö heiðurs-Gullmerki Keflavíkur veitt þeim Birgi Ingibergssyni og Sveini Júlíus Adolfssyni fyrir störf sín í þágu íþrótta í Keflavík. Þeir Birgir og Sveinn hafa komið að stjórn Keflavíkur í yfir 20 ár og gáfu ekki kost á sér til endurkjörs að þessu sinni.

Tveir nýir stjórnarmenn komu inn þær Jónína Steinunn Helgadóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir. Aðalstjórn Keflavíkur er þá skipuð konum og körlum að jöfnu.

Einar Haraldsson var endurkjörinn formaður félagsins og aðrir stjórnarmenn eru þau Kári Gunnlaugsson, Þórður Magni Kjartansson, Bjarney S. Sævarsdóttir og Birgir Már Bragason. Varmenn eru þær Eva Björk Sveinsdóttir, Jónína Steinunn Helgadóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir.