Nýjast á Local Suðurnes

Soho opnar veitingahús á Ljósanótt

Örn Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar Soho sem staðsett er í Hrannargötu 6 í Reykjanesbæ stefnir nú að opna veitingahús í sama húsnæði á Ljósanótt. Menningar-, og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ er haldin árlega fyrstu helgina í september.

Soho Café er nafnið á veitingastaðnum og er hönnunin virkilega vel heppnuð, gróf en um leið hlýleg. Staðurinn tekur um 35 manns í sæti, þetta kemur fram á Veitingageirinn.is