Nýjast á Local Suðurnes

Kósý-jólatónleikar til styrktar Heiðu Hannesar

Frá styrktarkvöldi Heiðu Hannesar sem haldið var í sumar

Kósí-jólatónleikar til styrktar Heiðu Hannesdóttur verða haldnir laugardagskvöldið 12.desember kl.21:00, á Café Rosenberg. Allur ágóði af tónleikunum mun renna í styrktarsjóð Heiðu Hannesar. Bjarnheiður lenti í hjartastoppi rétt fyrir jólin 2012 og þarf hún mikla aðstoð við öll dagleg störf.

Fjöldi flottra tónlistarmanna mun gefa vinnu sína á tónleikunum, m.a. bræður hennar Helgi Már píanóleikari og Arnar Dór söngvari. Einnig koma fram meðal annara söngvararnir Alma Rut, Heiða Ólafsdóttir, Sigurður Ingimarsson, Berglind Magnúsdóttir og Ragnhildur Veigarsdóttir.

Heiða fékk heimsókn frá sendiherra Íslands á Indlandi

Heiða fékk heimsókn frá sendiherra Íslands á Indlandi

Heiða hefur undanfarið dvalið á Indlandi þar sem hún gengst undir stofnfrumuaðgerð og stundar sjúkraþjálfun, hún og maður hennar, Snorri Hreiðarsson hafa haldið úti heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála, þar kemur meðal annars fram að vel hafi gengið í ferðinni:

Heiðu hefur gengið vel á æfingum og helstu framfarir hennar eru að ýta grindinni áfram og einnig er sjónin enþá að lagast, sem er auðvitað alveg geggjað, hún segir að þegar hún einbeitir sér þá sér hún nánast allt andlitið á mér, henni auðvitað til mikillar skelfingar, sko að sjá á mér allt andlitið en þetta eru stórtíðindi að sjónin sé ennþá að lagast.

Við viljum þakka öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðning, ýmist með frjálsum framlögum og  hvatningarorðum. Þetta er algjörlega ómetanlegt og það er ykkur að þakka að við Heiða getum reynt að bæta hennar heilsu á hverjum degi, svona stuðningur gerir okkur kleift að lifa saman og njóta hvors annars. Í okkar augum eru þið öll hetjur.

Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr en einnig verður tekið við frjálsum framlögum sem renna í styrktarsjóðinn. Enginn posi verður á staðnum, en aðstandendur tónleikanna benda á að ef fólk er bara með greiðslukort þá er hægt að leggja inn á styrktarreikninginn sem gefinn er upp hér fyrir neðan og koma með kvittun.

Styrktarfélag Bjarnheiðar Hannesdóttur
Kt. 510714-0320
Reikningsnr. 0133-26-10190