B-lið Njarðvíkur fær Keflavík í heimsókn í Powerade-bikarnum

Dregið var í 8 liða úrslit Powerade-bikarkeppninnar í körfuknattleik í hádeginu í dag, B-lið Njarðvíkur fær Keflvíkinga í heimsókn, Grindvíkingar leika gegn Skallgrími í Borgarnesi og lið Njarðvíkur mun að öllum líkindum kljást við KR-inga, sem enn eiga eftir að leika sinn leik gegn B-liði Hauka í 16 liða úrslitunum.
Leikirnir í karlaflokki:
Njarðvík b – Keflavík
Þór Þorlákshöfn – Haukar
Skallagrímur – Grindavík
Haukar b/KR – Njarðvík
Í kvennaflokki munu Keflvíkingar fá Skallgrímskonur í heimsókn og Grindvíkingar munu mæta Haukum.
Leikirnir í kvennaflokki:
Valur – Snæfell
Keflavík – Skallagrímur
Grindavík – Haukar
Stjarnan – Hamar
Leikirnir fara fram dagana 9.-11. janúar næstkomandi.