Nýjast á Local Suðurnes

Um 100 ábendingar vegna lyktarmengunar – Tveir leitað læknis

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Umhverfisstofnun hefur fengið sendar um níutíu ábendingar um lyktarmengun frá íbúum á Suðurnesjum á þeim sex dögum sem liðnir eru síðan kynt var á ný upp í ofni verksmiðjunnar. Flestar bárust á þriðjudag eftir að skaut í ofninum brotnaði.

Frá þessu var greint í fréttum RÚV, en þar kom einnig fram að tveir íbúar á Suðurnesjum hafi leitað til læknis í vikunni vegna mengunar frá kísilverksmiðjunni.

Að sögn fulltrúa Umhverfisstofnunnar hefur lyktin myndast vegna ófullkomins bruna á viðarflísum og þegar ofninn komist í fullt álag, sem verður líklega seinni partinn í dag, ættu efnin að brenna út og lykt því ekki að myndast.