Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar genginn til liðs við Viborg FF

Mynd: Viborg FF

Ingvar Jónsson, fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu hefur gengið til liðs við danska knattspyrnufélagið Viborg FF. Frá þessu var greint á heimasíðu norska liðsins Sandefjord, sem Ingvar hefur leikið með frá árinu 2015. Viborg FF féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Ingvar hefur leikið sjö landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hóf ferilinn hjá Njarðvík og hefur auk þess leikið með Stjörnunni, Start IK og Sandnes Ulf.