Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar sendi liðsfélögunum í Sandefjord kveðju frá Frakklandi

Ingvar Jónsson markvörður norska knattspyrnuliðsins Sandefjord og íslenska landsliðsins gaf sér tíma frá annríkinu í Frakklandi til að kasta kveðju á liðsfélagana og óska þeim góðs gengis í næstu leikjum. Ingvar segist hafa fylgst með leikjum liðsins á meðan á törninni með landsliðinu stendur í Frakklandi.

Þá segir Ingvar að ferðin á Evrópumótið sé búin að vera frábær í alla staði og þó að honum hlakki til að koma og leika með Sandefjord þá sé ferðalaginu í Frakklandi hvergi nærri lokið.

Eins og sjá má á ummælunum við kveðju Ingvars eru stuðningsmenn Sandefjord ánægðir fyrir hönd markvarðarins og með árangur landsliðsins og vona að kappinn verði í Frakklandi til loka keppninnar.