Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar með sturlaðar vörslur í marki Sandefjord – Myndband!

Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í norsku A-deildinni hefur staðið í marki liðsins allar 1260 mínúturnar sem leiknar hafa verið í deildinni það sem af er tímabilinu. Liðið er um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað með 18 stig.

Ingvar átti fínan dag í markinu þegar liðið lék gegn Tromsö á dögunum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem birt var á heimasíðu félagsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.